19.05.2025
Föstudaginn 30. maí verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík, efni hennar snýst um samspil menningar, sköpunar og frumkvöðlastarfs i landsbyggðum í Evrópu.
Lesa meira
16.05.2025
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlaut verðlaunin að þessu sinni og skipar sér þar með í hóp framúrskarandi verkefna sem hlotið hafa verðlaunin á síðustu 20 árum. Una B. Sigurðardóttir, stjórnarmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Sköpunarmiðstöðvarinnar tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð kr. 2.500.000.
Lesa meira
14.05.2025
Á Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna þann 6. maí stóð SSNV fyrir fræðsluerindinu Viðskiptaáætlun á mannamáli, í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar. Þar var farið yfir hvernig hægt er að nálgast gerð viðskiptaáætlunar á einfaldan og aðgengilegan hátt – og hvernig slík áætlun getur orðið öflugt tæki til að segja sögu verkefnisins.
Lesa meira
13.05.2025
Við minnum á þessa spennandi dagskrá sem fram fer í Hofi á Akureyri 14. maí!
Ráðstefnan Menningarauðlind ferðaþjónustunnar sameinar skapandi hugsun og stefnumótandi umræðu í Hofi 14. maí, þar sem við rýnum framtíð menningar, ferðaþjónustu og stefnumótun. Ekki eru lengur laus sæti í sal en svo sannarlega hægt að skrá sig í streymi.
Lesa meira
11.05.2025
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa formlega gengið til liðs við verkefnið Öruggara Norðurland vestra. Þetta samstarf miðar að því að efla þverfaglegt samstarf um öryggi og velferð íbúa, með sérstakri áherslu á farsæld barna og ungmenna á svæðinu.
Lesa meira
10.05.2025
Guðlaugur Skúlason, verkefnastjóri nýsköpunar hjá SSNV, sótti nýlega nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðina Tonik í Þórshöfn í Færeyjum. Tonik hefur fest sig í sessi sem einstakur vettvangur þar sem frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar hittast til að mynda tengsl, miðla reynslu og sækja innblástur fyrir framtíðina. Hér má lesa nánar um hátíðina og þá möguleika sem hún býður frumkvöðlum og nýsköpunarfólki frá Norðurlandi vestra.
Lesa meira
10.05.2025
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, og Dr. Niall O'Leary, verkefnastjóri Target Circular, héldu áhugaverða kynningu um verkefnið Target Circular á árlegum vorfundi Byggðastofnunar og landshlutasamtaka þann 7. maí síðastliðinn. Þar kynntu þau gagnreyndar aðferðir sem ætlað er að styrkja starf atvinnuráðgjafa með frumkvöðlum.
Lesa meira
09.05.2025
Starfsfólk SSNV sótti Vorfund Byggðastofnunar og landshlutasamtaka í vikunni.
Meðal dagskrárliða var kynning Sveinbjargar Rutar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra SSNV, og Niall O′Leary á aðferðafræði Target Circular við atvinnuráðgjöf. Um er að ræða aðferð sem byggir á nýlegum rannsóknum á því hvernig fyrirtæki og einstaklingar geta notað vísindalega nálgun við ákvarðanatöku.
Lesa meira
06.05.2025
Það er gaman að segja frá því að þessa dagana standa sveitarfélögin á Norðurlandi vestra fyrir alls kyns hreinsunardögum þar sem íbúar og fyrirtæki keppast við að gera fínt í nærumhverfinu.
Lesa meira
05.05.2025
Ýmislegt í gangi og áhugaverðar netvinnustofur handan við hornið
Lesa meira