Fulltrúar SSNV sækja TechBBQ í Kaupmannahöfn

Fulltrúar SSNV sækja TechBBQ í Kaupmannahöfn Guðlaugur Skúlason og Magnús Barðdal frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sækja þessa dagana ráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn. Um er að ræða eina stærstu nýsköpunar- og tækniráðstefnu Norðurlanda þar sem saman koma frumkvöðlar, fjárfestar, sprotafyrirtæki og fulltrúar hins opinbera til að miðla þekkingu og efla tengslanet. Þátttaka SSNV á TechBBQ er mikilvægur liður í því að fylgjast með þróun og straumum í nýsköpunarumhverfinu. Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar er að stuðla að aukinni nýsköpun á svæðinu. Það er gert með viðskiptahröðlum, fræðslu og öflugu tengslaneti. Í því ljósi er mikill ávinningur af þátttöku í ráðstefnu sem þessari og sjá hvernig nágrannaþjóðir okkar efla sína frumkvöðla og sjá hvaða áhrif öflug nýsköpun hefur á byggðaþróun víðs vegar um Evrópu.