10.03.2025
Með styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra hefur nýtt kennsluefni fyrir STEM-vinnubúðir verið þróað, en STEM stendur fyrir science, technology, engineering & math eða vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. Verkefnið snerist um að búa til aðgengilegar og skýrar kennsluleiðbeiningar fyrir verklegar tilraunir sem hægt er að framkvæma í hvaða skólastofu sem er, óháð sérhæfðum verkgreinastofum.
Lesa meira
06.03.2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Lóa eru nýsköpunarstyrkir sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2025.
Lesa meira
06.03.2025
Atli Arnarso flutti fyrirlestur þrjú í fyrirlestraröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“, sem haldin er á vegum landshlutasamtakanna.
Lesa meira
05.03.2025
Niall O’Leary, verkefnastjóri Target Circular verkefnisins, kynnti vinnu verkefnisins fyrir verkefnastjórum og frumkvöðlum í Noregi sem hluta af reglulegum stafrænum frumkvöðlafundum, Digital Entrepreneurial Breakfast, með erindi sem bar titilinn Strengthen Lean Startup with Research-Based Methods.
Lesa meira
03.03.2025
Miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn heimsóttu fulltrúar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál ásamt fulltrúum Byggðastofnunar Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra SSNV á Hvammstanga. Fundurinn var gagnlegur og fjallaði um margvísleg málefni sem tengjast uppbyggingu og þróun svæðisins.
Lesa meira
03.03.2025
Dansskóli Menningarfélags Húnaþings vestra átti glæsilega frammistöðu í undankeppni Dance World Cup sem haldin var á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu helgina 21.-23. febrúar. Danshópur skólans hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki, sem tryggir hópnum sæti á heimsmeistaramótinu í dansi, Dance World Cup, sem fram fer á Spáni í byrjun júlí. Dansskóli Menningarfélagsins er eitt verkefna sem fengið hefur stuðning úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Lesa meira
03.03.2025
Auglýst er eftir tilnefningum um framúrskarandi menningarverkefni í landsbyggðunum. Umsóknarfrestur um Eyrarrósina og Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar er til kl. 16:00 mánudaginn 24. mars.
Lesa meira
27.02.2025
Vörusmiðja - Biopol býður gestum og gangandi í heimsókn þar sem starfsemin er kynnt og sýnt verður frá þeim fjölbreyttu möguleikum sem aðstaðan býður upp á.
Lesa meira
27.02.2025
Umsóknarfrestur er 4. apríl 2025 kl. 15:00 - Barnamenningarsjóður Íslands er fyrir listafólk, félagasamtök og aðra lögaðila sem sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu.
Lesa meira
27.02.2025
Líkamsræktarstöðin 550 hóf störf árið 2015 og hefur notið vinsælda á Sauðárkróki síðastliðin ár. Á síðasta ári stækkuðu þau stöðina sína og fengu ráðgjöf hjá atvinnuráðgjafa SSNV þegar farið var í það ferli.
Lesa meira