Fjórða málþing Selaseturs Íslands fór fram á Hvammstanga föstudaginn 19. september og settu börn og ungmenni sterkan svip á dagskrána.
Málþingið hófst í Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem nemendur stigu á svið jafnfætis fræðimönnum og tóku þátt í pallborðsumræðum ásamt gestum frá Danmörku og Tékklandi. Þar komu skýrt fram hugmyndir þeirra um sjálfbærni, loftslagsbreytingar og mikilvægi þess að kynslóðir tali saman. „Börn hafa rödd og vilja vera heyrð,“ var sameiginleg niðurstaða umræðnanna.
Eftir hádegi flutti málþingið sig í Selasetrið sjálft þar sem fjölbreytt erindi voru flutt af fræðimönnum, sveitarstjóra og framkvæmdastjóra SSNV. Þar var ítrekað hve mikilvægt er að efla tengsl milli vísinda og samfélagsins – að rannsóknir og þekking skili sér út í samfélagið og stuðli að jákvæðum breytingum.
Málþingið endurspeglaði þannig bæði kraft ungu kynslóðarinnar og mikilvægi samvinnu allra þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550