Í byrjun mánaðarins var því fagnað í Bodö í Noregi að 25 ár eru liðin frá því að Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Interreg NPA) var hleypt af stokkunum. Afmælisráðstefnan sem var undir yfirskriftinni "Connecting the dots", sem útleggja mætti sem "Punktarnir sameinaðir" rýndi í það sem áunnist hefur á þessum árum, jafnframt því sem spáð var í framtíð hennar og hvernig hún gæti enn betur þjónað hlutverki sínu sem drifkraftur fyrir margs konar þróunarverkefni á starfssvæðinu.
Á meðal þeirra rúmlega 200 þátttakenda, sem komu saman í Bodö voru tveir fulltrúar SSNV, þau Berglind Björnsdóttir og Davíð Jóhannsson, en SSNV hefur á undanförnum árum verið þátttökuaðili í nokkrum Norðurslóðaverkefnum. Í dag eru þrjú slík verkefni í gangi, sem lýkur á næstu mánuðum, en tvö þeirra SUB og GLOW 2.0. voru meðal ferðaþjónustutengdra verkefna, sem voru í verðlaunaflokki s.k. "Interreg NPA awards" fyrir vel heppnað samstarf við þróun sjálbærra ferðaþjónustumöguleika.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550