Námskeið fyrir atvinnuráðgjafa: Aðferðir Target Circular til að efla árangur frumkvöðla

SSNV hélt tvær vinnustofur fyrir atvinnuráðgjafa þriðjudaginn 9. september og fimmtudaginn 11. september 2025 í tengslum við evrópuverkefnið Target Circular. Samtals tóku um tuttugu þátttakendur þátt í námskeiðunum, sem fóru fram á Teams og voru leidd af Niall, sérfræðingi verkefnisins.

Um námskeiðið

Markmið vinnustofanna var að kynna hagnýt verkfæri sem hafa sýnt árangur í ráðgjöf til frumkvöðla og smærri fyrirtækja. Þátttakendur settu sig í spor viðskiptavina og unnu að eigin hugmyndum eða verkefnum úr ráðgjöf til að fá góðan skilning á aðferðinni. Til stuðnings fengu þeir 10 blaðsíðna handbók með leiðbeiningum og bakgrunnsupplýsingum.

Verkfæri og vinnulag

Áhersla var á fimm samhangandi skref Target Circular-aðferðarinnar:

  1. Áfangaáætlun (Milestone Mapping): að skýra leiðina frá hugmynd að mælanlegum áföngum.

  2. Stefnukort (Strategy Map): að teikna upp lykilforsendur, aðgerðir og væntanleg áhrif.

  3. Fínpússun stefnu & greining lykilforsenda: að velja þær forsendur sem skipta mestu máli.

  4. Prófun forsendna: að ákveða einfaldar, markvissar prófanir til að staðfesta eða hafna forsendum.

  5. Frá staðfestri stefnu til innleiðingar: að umbreyta niðurstöðum prófana í framkvæmdaáætlun.

Til að auðvelda samvinnu og sjónræna framsetningu nýttu þátttakendur Miro-vinnusvæði. Undirbúningur fólst m.a. í að stofna Miro-aðgang og skoða stutt kynningarmyndbönd um notkun verkfæranna.

Þátttaka og næstu skref

Þátttakendur — atvinnuráðgjafar og samstarfsaðilar SSNV — tóku virkan þátt, deildu reynslu og prófuðu verkfærin á raunverkefnum. SSNV mun halda áfram að styðja ráðgjafa við að innleiða aðferðina í samstarfi við Target Circular og hvetur þátttakendur til að nýta sér handbókina og vinnuskjölin í framhaldsvinnu með fyrirtækjum á sínum svæðum.

Um Target Circular: Verkefnið miðar að því að efla hringrásarhugsun og nýsköpun í smáum og meðalstórum fyrirtækjum með markvissum aðferðum til stefnumótunar, forsenduprófana og innleiðingar. Verkefnið er fjármagnað að stórum hluta í gegnum Norðurslóðaáætlun.