Norðansprotinn

Leitin að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands á sviði matar, vatns og orku fer fram dagana 16.-20. maí meðan á Nýsköpunarvikunni stendur.

Þátttakendur skrá sig til leiks og skila í framhaldinu inn einblöðungi sem lýsir viðskiptahugmyndinni. Dómnefnd mun í framhaldinu velja 5-8 hugmyndir áfram og fá aðstandendur þeirra tækifæri til að kynna fyrir dómurum og gestum á lokaviðburðinum sem fer fram föstudaginn 20. maí kl 16:00-18:00 í Háskólanum á Akureyri. Öllum er velkomið að taka þátt.

Sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Norðansprotinn 2022 og 500.000 kr í verðlaunafé.

DAGSKRÁ

Nýsköpunarvikan 16. - 20. maí

Mánudagur - Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti

Þriðjudagur - Skil á einblöðungum

Miðvikudagur - Tilkynnt um 5-8 teymi sem fá tækifæri til að kynna á lokaviðburðinum

Fimmtudagur 11:30-12:30 - Pitch þjálfun á netinu

Föstudagur 11:30-12:30 - general prufa

Föstudagur 16:00-18:00 - Lokaviðburður, kynningar og verðlaunaafhending

Skráning á https://forms.gle/BksEbNQ22EG71BRv5