Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV, 3. nóvember 2025

Hér má nálgast fundargerð á pdf. 

Mánudaginn 3. nóvember 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar í Húnabyggð. Hófst fundurinn kl. 9.30. 

Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Dagskrá:  

 

  1. Kynning frá Lotu 

  1. Erindi frá Herdísi Sæmundardóttur 

  1. Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs 

  1. Áhersluverkefni 

  1. Starfsreglur Úthlutunarnefndar 

  1. Uppbyggingarsjóður 

  1. Svar frá Forsætisráðuneytinu 

  1. Stjórn skipar varamann í stjórn Markaðsstofu Norðurlands 

  1. Framlögð mál til kynningar 

  1. Fundargerðir  

  1. Umsagnir 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

 

 Afgreiðslur 

 

 

  1. Kynning frá Lotu 

Fulltrúar Lotu koma til fundar og kynna skýrsluna sem þau unnu fyrir samtökin um raforkukerfið á Norðurlandi vestra. 

Stjórn SSNV þakkar Eymundi og Elínu fyrir kynninguna og felur framkvæmdastjóra að senda uppfærða skýrslu á sveitarstjóra svæðisins, ásamt því að birta hana á heimasíðu samtakanna. 

 

  1. Erindi frá Herdísi Sæmundardóttur 

Lagt fram erindi frá Herdísi Sæmundardóttur þar sem óskað er eftir að umsókn hennar verði tekin til greina þrátt fyrir að hafa borist eftir að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra rann út. Umsóknarfresturinn var til kl. 12:00 þriðjudaginn 28. október 2025 og hafði þegar verið framlengdur frá 22. október. 

Stjórn SSNV áréttar að umsóknarfrestur er bindandi og að gæta beri jafnræðis gagnvart öllum umsækjendum. Það er því ekki heimilt að taka til umfjöllunar umsóknir sem berast eftir að frestur er liðinn nema fyrir liggi sannanleg tæknileg bilun í umsóknarkerfi sem umsækjandi gat ekki haft áhrif á. Engin slík gögn liggja fyrir í þessu tilviki. 

Að teknu tilliti til framangreinds fellst stjórn SSNV ekki á umrædda beiðni og hafnar að umsóknin verði tekin til umfjöllunar í þessari úthlutun. 

 

 

  1. Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs 

Lagðar fram breytingar á úthlutunarreglum í samræmi við uppfærðar samþykktir samtakanna. Stjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur framkvæmdastjóra að kalla eftir frekari upplýsingum. 

 

 

  1. Áhersluverkefni 

Magnús Barðdal, Davíð Jóhannsson og Guðlaugur Skúlason koma til fundar og kynna stöðu áhersluverkefnanna Ungt fólk á Norðurlandi vestra, Markaðssetning landshlutans, Nýsköpun á Norðurlandi - hraðlar, hátíðir og fleira, Nýsköpun á Norðurlandi - Staða smáframleiðenda, Ferðaþjónusta í sókn - Söguferðaþjónusta, Ferðaþjónusta í sókn - Ævintýraferðaþjónusta og Ferðaþjónusta í sókn - viðburðir. Staða verkefna er góð og gert er ráð fyrir að flest verkefnanna sem farið var yfir á fundinum ljúki á settum tíma. 

Stjórn þakkar Magnúsi, Davíð og Guðlaugi fyrir greinargóða kynningu. 

 

  1. Starfsreglur Úthlutunarnefndar 

Lagðar fram starfsreglur úthlutunarnefndar í samræmi við breytt verklag við úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. 

Stjórn samþykkir framlagðar starfsreglur úthlutunarnefndar og felur framkvæmdastjóra að birta þær á heimasíðu samtakanna. 

 

 

  1. Uppbyggingarsjóður 

Í fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir árið 2026, sem samþykkt var á haustþingi samtakanna þann 15. október 2025, er gert ráð fyrir að styrkir Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á árinu 2026 verði 67.419.000. 
Stjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. 
 

 

  1. Svar frá Forsætisráðuneytinu 

Á 128. fundi stjórnar SSNV þann 23. september sl. var framkvæmdastjóra falið að senda bókun á forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og óska eftir fundi með þeim og stjórn SSNV til að ræða stöðu landshlutans og mögulegar aðgerðir til að snúa neikvæðri þróun við. Svar barst frá Forsætisráðuneytinu 27. október sl. þar sem fram kom að forsætisráðherra gæti ekki orðið við beiðninni en benti á Innviðaráðuneytið vegna erindisins. Ekki hafa borist svör frá utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.  

Stjórn harmar svar forsætisráðherra og viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar og telur að sú afstaða endurspegli áhugaleysi þeirra á því að takast á við þá alvarlegu stöðu sem uppi er í landshlutanum. Samtökin hafa ítrekað bent á neikvæða þróun íbúafjölda, fækkun starfa, sér í lagi ríkisstarfa, og minnkandi þjónustu á svæðinu. Stjórn SSNV telur því  brýnt að stjórnvöld sýni raunverulegan áhuga og vilja til samstarfs og aðgerða. 

 

 

  1. Stjórn skipar varamann í stjórn Markaðsstofu Norðurlands 

Samkvæmt samningi samtakanna og Markaðsstofu Norðurlands (MN) skal stjórn SSNV tilnefna stjórnarmann í stjórn MN til tveggja ára og varamann. Framkvæmdastjóri SSNV er skipaður í stjórn MN en ekki hefur verið skipaður varamaður. Stjórn samþykkir að formaður hverju sinni sé varamaður. Framkvæmdastjóra falið að upplýsa MN. 

 

 

  1. Framlögð mál til kynningar 

a) Fundargerðir

Stjórn SSH, 20. október 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 21. október 2025. Fundargerðin. 

 

b) Umsagnir 

Tillaga til þingsályktunar um dreifingu starfa. Mál nr. 152/2025. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2025. 

Þingsályktunartillaga um jarðakaup erlendra aðila. Mál nr. 73/2025. Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember 2025. 

Mál nr. 179/2025. Umsagnarfrestur er til og með 5. nóvember 2025. 

Frumvarp um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og hollustuhættir og mengunarvarnir. Mál nr. 192/2025. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2025. 

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (háskólasamstæða). 

  

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega. 

 

 

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13.17.  

 

Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.