Hér má nálgast fundargerð á pdf.
Fundargerð 133. fundar stjórnar SSNV, 2. desember 2025
Þriðjudaginn 2. desember 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar í Húnaþingi vestra. Hófst fundurinn kl. 9.00.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
a) Fundargerðir
b) Umsagnir
9. Skýrsla framkvæmdastjóra
Afgreiðslur
1. Fundardagskrá 2026
Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra að fundardagskrá fyrir árið 2026. Lagt var til að stjórnarfundir haldi áfram með sama fyrirkomulagi og hingað til, að þeir verði haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, til skiptis sem rafrænir fundir og staðfundir. Framkvæmdastjóra falið að senda fundarboð út árið 2026.
2. Kveikjan
Sesselja Reynisdóttir og Kristján Þór Júlíusson frá Drift EA komu til fundar í gegnum Teams og kynntu verkefnið Kveikjuna. Verkefnið byggir á Ignite-aðferðarfræði og gengur út á að hjálpa starfandi fyrirtækjum að greina áskoranir og finna lausnir, ásamt því að tengja saman frumkvöðla, fyrirtæki og fræðanetið. Stjórn þakkar Sesselju og Kristjáni fyrir áhugaverða kynningu.
3. Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs
Lagðar fram breytingar á úthlutunarreglum í samræmi við uppfærðar samþykktir samtakanna. Stjórn SSNV samþykkir framlagðar breytingar, enda hafa breytingarnar þegar hlotið samþykki á auka ársþingi SSNV sem haldið var 15. október sl.
4. Fjármagn til úthlutunar í Uppbyggingarsjóð
Í fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir árið 2026, sem samþykkt var á haustþingi samtakanna þann 15. október 2025, er gert ráð fyrir að styrkir Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á árinu 2026 verði 67.419.000 - auk þess bætist við 8.921.123 vegna styrkja sem hafa verið lækkaðir, skilað eða afþakkaðir - samtals 76.340.123. Stjórn samþykkir að framlag til menningarverkefna verði 37.404.958 og til atvinnu- og nýsköpunarverkefna verði 38.935.165.
5. Staða landshlutans og næstu skref
Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra ásamt embættismönnum ráðuneytisins föstudaginn 21. nóvember sl. Farið yfir punkta sem fram komu á fundinum og mótuð næstu skref stjórnar og SSNV er varða stöðu og framtíð landshlutans.
Stjórn SSNV hefur áhyggjur af stöðu Norðurlands vestra, m.a. vegna hægrar íbúafjölgunar og fábreytni í atvinnulífi sem hefur áhrif á sjálfbæra uppbyggingu landshlutans til lengri tíma. Af þessum sökum fundaði stjórn með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins föstudaginn 21. nóvember sl., þar sem farið var ítarlega yfir stöðu landshlutans, helstu áskoranir og tækifæri.
Fundurinn var góður og uppbyggilegur; fram komu fjölmargir hugmyndir og tillögur að næstu skrefum til að styrkja og efla landshlutann. Stjórn mun vinna áfram að framgangi þessara mála í nánu samstarfi við ráðherra og aðra hagaðila.
6. Áhersluverkefni - framhald
Framhald af yfirferð á stöðu áhersluverkefna Sóknaráætlunar. Starfsfólk SSNV fór yfir stöðu og framhald verkefna. Stjórn þakkar starfsfólki fyrir yfirferðina.
7. Verkefni Eims - kynning
Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims, kom til fundar og kynnti verkefni sem eru í gangi innan landshlutans. Ljóst er að mörg áhugaverð verkefni eru framundan. Stjórn þakkar Ottó fyrir greinargóða kynningu.
8. Framlögð mál til kynningar
a) Fundargerðir
Stjórn SSH, 3. nóvember 2025. Fundargerðin. Stjórn SSH, 17. nóvember 2025. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 22. október 2025. Fundargerðin. Stjórn SSA, 24. október 2025. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 6. nóvember 2025. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 10. nóvember 2025. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðarstofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga. 24. september 2025. Fundargerðin.
Stjórn stýrihóps Stjórnarráðs um byggðamál, 3. nóvember 2025. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. nóvember 2025. Fundargerðin.
b) Umsagnir
Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Mál nr. 175/2025. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2025.
Mál nr. 265/2025. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2025.
Frumvarp til laga um dómstóla (sameining dómstóla).
Mál nr. 39/2025. Umsagnarfrestur er til og með 4. desember 2025.
Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035.
Mál nr. S-226/2025. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2025.
Könnun um þjónustu, eftirlit og framfylgd regluverks ráðuneytis og stofnana. Mál nr. S-222/2025. Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2025.
Stjórn hefur þegar samþykkt og skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.
Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að umsögn varðandi drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.49.
Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550