Mannauðsfulltrúi - HSN

Ert þú talnatýpan sem fílar útreikninga og ferla?

Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.

Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.

Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn launavinnsla og yfirferð í Vinnustund

  • Gerð ráðningasamninga

  • Útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. samningum

  • Gerð vottorða

  • Aðkoma að úttekt jafnlaunakerfis

  • Umbætur og eftirlit með ferlum tengdum starfssviðinu

  • Ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur um málefni sem snúa að launakjörum

  • Aðkoma að gerð stofnanasamninga

  • Önnur verkefni falin af framkvæmdastjóra mannauðs

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, kostur

  • Góða greiningarhæfni, nákvæmni og talnagleggni

  • Góða tölvukunnáttu og tæknilæsi. Góð kunnátta í excel er skilyrði

  • Ríka skipulagshæfni og getu til að forgangsraða

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt lausnamiðað hugarfar

  • Frumkvæði, metnað, drifkraft og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Mjög góða færni í íslensku og góða enskukunnáttu

  • Ökuleyfi, hreint sakavottorð og gott orðspor

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2025

Nánari uppplýsingar: https://island.is/starfatorg/x-42893