03.09.2021
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofuna á Norðurlandi-vestra. Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi. Starfstöð ráðgjafa yrði á Hvammstanga, Skagaströnd eða Sauðárkróki.
Lesa meira
03.09.2021
Auður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar og mun hefja störf í lok september. Starfið felur í sér náið samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og uppbyggingu áfangastaðarins.
Lesa meira
31.08.2021
Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Guðbjörg Halldórsdóttir.
Lesa meira
24.08.2021
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs.
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 4. október 2021.
Lesa meira
23.08.2021
Nemendum stendur til boða að kaupa nemakort með landsbyggðarvögnum Strætó fyrir haustönn 2021.
Lesa meira
23.08.2021
Vinnustofan Tunglskotin heim í hérað fór fram á Snæfellsnesi um helgina, um er að ræða vinnustofu fyrir þátttakendur í nýsköpunarumhverfi landsbyggðana. Markmiðið var að finna leiðir til að styðja við vistkerfi nýsköpunar um allt land.
Lesa meira
18.08.2021
Opnað hefur verið fyrir skráningar í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni með mat, vatn og orku að leiðarljósi þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira
16.08.2021
Atvinnuráðgjafar SSNV veita upplýsingar um styrki og styrkjamöguleika sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaraðilum til boða. Á næstu mánuðum eru eftirfarandi sjóðir auglýstir.
Lesa meira