Það er mikið um dýrðir hjá börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra þessa dagana. Fyrsta barnamenningarhátíð landshlutans, Skúnaskrall, hefur litið dagsins ljós og eru yfir hundrað viðburðir á dagskrá um allan landshlutann - og bætist óðum í. Hægt er að fylgjast með dagskránni á heimasíðu Skúnaskralls, www.skunaskrall.is, og Facebook-síðu hátíðarinnar.
Skúnaskrall er áhersluverkefni SSNV og hlaut einnig styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Barnamenningarsjóði, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirrúmi er að öllum börnum bjóðist aðgengi að menningu og listum og í takt við þær áherslur er hver einasti viðburður gjaldfrjáls.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550