Tourbit hleypt af stokkunum

Miðvikudaginn 6. Apríl s.l. fór fram í Rovaniemi í Finnlandi opnunarráðstefna TOURBIT verkefnisins og var hún sótt af vel á annað hundrað gestum, flestum í gegnum netið.   TOURBIT-verkefninu er ætlað að greina og styðja við stafræna hæfni og þróun hjá litlum og meðalastórum ferðaþjónustufyirtækjum í Evrópu. Það er styrkt af COSME áætlun Evrópusambandsins og mun standa yfir til júní 2024.     Þátttakendur í verkefninu eru alls átta* frá sjö löndum sem auk Íslands eru Finnland, Frakkland, Belgía, Slóvenía, Portúgal og Spánn, en aðilar frá því síðastnefnda Ferðamálaráð Katalóníu leiðir verkefnið.  Þátttaka Íslands er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og SSNV og var Davíð Jóhannsson ráðgjafi á svið ferðamála hjá SSNV fulltrúi í opnunarráðstefnnni. 

Verkefninu er m.a. ætlað að kortleggja nýjar og framsæknar stafrænar tæknilausnir , sem geta nýst ferðaþjónustunni í einu eða öðru formi og eiga rætur sínar t.d. í heimi: gagnagreiningar, skýjalausna, gervigreindar (AI), internets hlutana (IoT), bjálkakeðjutækninnar, netöryggis, sýndarveruleika (VR) eða viðbætts veruleika (AI) .

Smáum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu verður fljóltega gefinn kostur á að máta stöðu sína í hinum stafræna heimi við svo kallað „Digital readiness index (DRI)“ , sem mætti útleggja sem  stafrænt stöðumat. Í framhaldinu geta þau svo tekið þátt í vefnámskeiðum, sem er ætlað að bæta þá stafrænu tækniþætti, sem kann að vera ábótavant í þeirra starfsemi.

Þessu fylgja svo frekari vinnustofur, hraðlar og lausnamót þvert á samstarfslöndin sjö þar sem ferðaþjónustu- og tæknifyrirtæki koma saman til að fanga nýsköpunarandan, sem á að færa þá í átt að nauðsynlegum  lausnum.

Í lokahlutanum munu svo alls 62 fyrirtæki frá löndunum sjö geta fengið fjárhagslegan stuðning við að innleiða lausn úr verkefninu. Á Íslandi mun Ferðaklasinn standa fyrir umsóknarferli þar sem smá og meðalstór fyrirtæki geta sótt um og af þeim verða sjö valin úr til að hljóta 9.000 evrur  í styrk til sinnar innleiðingar.

 

Sjá einnig:  tourbit.eu