Minnum á að opið er fyrir umsóknir í Lóuna – Nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina til 11. maí.

Hvað er nýsköpun?

Skilgreiningin á hugtakinu nýsköpun er innleiðing nýrrar eða endurbættrar vöru, þjónustu eða ferils, nýrrar aðferðar til markaðssetningar eða nýrrar skipulagsaðferðar í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað eða ytri samskiptum. (Sjá í handbók Lóu)

Lausnin eða hugmyndin sem sótt er um styrk fyrir í nýsköpunarsjóð þarf því ekki að vera eins og hugmyndin um ljósaperuna árið 1879 heldur getur verið hugmynd að endurbótum á vöru, þjónustu, tækni, aðferðum o.s.frv. sem leiða af sér hagræðingu t.d. aukin verðmæti, tímasparnað eða bætta nýtingu hráefnis.

Ef þú ert að velta fyrir þér hvort þú sért með nýsköpunarhugmynd getur verið gott að spyrja sig:

-          Eru sambærilega lausnir á markaði, innlands eða erlendis?

-          Ef svo er hvernig er þín lausn betri en þær sem eru á markaðinum nú þegar?

-          Leysir lausnin þín einhvert vandarmál sem aðrar lausnir gera ekki t.d. í nærsamfélaginu?

-          Hvernig eykur hún verðmæti á svæðinu?

 

SSNV veitir gjaldfrjálsa ráðgjöf á svði nýsköpunar og við gerð styrktarumsókna, hægt er að hafa samband við Ólöfu, olof@ssnv.is og Sveinbjörgu, sveinbjorg@ssnv.is

Eitt af lykilatriðum við gerð styrktarumsókna er að gefa sér tíma! Hægt er að skoða meira um Lóuna á heimasíðunni hvin.is