08.06.2021
Fyrsti starfsmaður án staðsetningar hefur hafið störf í Útibúinu, skrifstofusetri SSNV á Hvammstanga. Við bjóðum Beate og Ferðamálastofu hjartanlega velkomin.
Lesa meira
08.06.2021
Handbendi á Hvammstanga hlýtur styrk frá Barnamenningarsjóði í verkefni sem snýr að þróun og rekstur listaklasa ungmenna.
Lesa meira
04.06.2021
Útibúið var formlega opnað með opnu húsi fimmtudaginn 3. júní. Fjölmargir litu við og þökkum við gestum okkar kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
04.06.2021
Á nýafstaðinni nýsköpunarviku fluttu Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, og Magnús Jónsson, verkefnisstjóri fjárfestinga, erindi á sameiginlegum viðburði nokkurra ráðuneyta. Til umfjöllunar voru styrkir ráðneytanna til nýsköpunar og kynnt dæmi um verkefni sem hlotið hafa styrki.
Lesa meira
02.06.2021
Starfsmaður ráðinn til verkefnisins í sumar
Lesa meira
01.06.2021
Markaðsráð kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Markaðsráð ákvarðar og úthlutar vegna þeirra umsókna sem berast. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Hægt er að hafa samband við ráðgjafa SSNV, Kolfinnu á kolfinna@ssnv.is eða í síma 863-6345 og Sveinbjörgu á sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 866-5390, fyrir frekari ráðgjöf og aðstoð við umsóknargerð.
Lesa meira
31.05.2021
Á dögunum auglýstum við eftir tillögum að nafni á skrifstofusetur sem sett hefur verið upp í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6, á Hvammstanga.
Okkur bárust fjölmargar tillögur og kunnum við öllum þeim sem sendu inn hugmynd bestu þakkir fyrir.
ÚTIBÚIÐ er nafnið sem varð ofan á - enda skemmtileg vísun, annars vegar í þá starfsemi sem verið hefur í húsnæðinu um árabil og verður áfram. Hins vegar vísar nafnið í að fyrirtæki og stofnanir geta sett upp sín útibú í aðstöðunni.
Lesa meira
31.05.2021
Nú á dögunum voru veittir styrkir úr Atvinnumálum kvenna. Um 300 umsóknir bárust í ár og hlutu 44 verkefni brautargengi. Af þeim voru fjögur verkefni af Norðurlandi vestra.
Lesa meira