Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Síðastliðinn þriðjudag, 18. mars, var boðið upp á fræðslu fyrir konur og kvár um ofbeldi í nánum samböndum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Farið var yfir eðli ofbeldissambanda, einkenni sem og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Það á ekkert okkar að þurfa að búa við ofbeldi í neinni mynd, hvorki þau sem fullorðin eru né börn.
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt ársfund sinn á Skagaströnd 13. mars sl. en þar hefur verið starfsemi frá því í nóvember 2009.
Árlega er haldinn ársfundur og ársskýrsla gefin út og eins og áður segir var fundurinn í ár haldinn á Skagaströnd. Fulltrúi frá SSNV mætti á ársfundinn og hlýddi á fjölbreytt og fróðleg erindi sem þar var boðið upp á.
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðarverkefnum. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Fundargerð 121. fundar stjórnar SSNV, 18. mars 2025
Fundargerð 120. fundar stjórnar SSNV, 11. mars 2025
Fundargerð 119. fundar stjórnar SSNV, 4. mars 2025
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir að ráða lífeindarfræðing á rannsóknardeild stofnunarinnar frá miðjum maí 2025
Veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki óskar eftir matreiðslumanni (konu) í fullt starf sem fyrst góð laun í boði fyrir rétta manneskju.
Vegna aukinna verkefna leitar Foodsmart Nordic að kraftmiklu og duglegu starfsfólki í framleiðsluhúsið sitt.