Fræðslufundur um heimilisofbeldi

Síðastliðinn þriðjudag, 18. mars, var boðið upp á fræðslu fyrir konur og kvár um ofbeldi í nánum samböndum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Farið var yfir eðli ofbeldissambanda, einkenni sem og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Það á ekkert okkar að þurfa að búa við ofbeldi í neinni mynd, hvorki þau sem fullorðin eru né börn.
20.03.2025 Lesa meira

Ársfundur Stofnunar rannsóknarsetra HÍ

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt ársfund sinn á Skagaströnd 13. mars sl. en þar hefur verið starfsemi frá því í nóvember 2009. Árlega er haldinn ársfundur og ársskýrsla gefin út og eins og áður segir var fundurinn í ár haldinn á Skagaströnd. Fulltrúi frá SSNV mætti á ársfundinn og hlýddi á fjölbreytt og fróðleg erindi sem þar var boðið upp á.
19.03.2025 Lesa meira

Katrín lætur af starfi sem framkvæmdastjóri - Sveinbjörg tekur tímabundið við sem framkvæmdastjóri

Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðarverkefnum. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
18.03.2025 Lesa meira

Lífeindafræðingur á Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir að ráða lífeindarfræðing á rannsóknardeild stofnunarinnar frá miðjum maí 2025
27.02.2025 Lesa meira

Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki

Veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki óskar eftir matreiðslumanni (konu) í fullt starf sem fyrst góð laun í boði fyrir rétta manneskju.
27.02.2025 Lesa meira

Foodsmart Nordic leitar að starfsfólki í matvælaframleiðslu

Vegna aukinna verkefna leitar Foodsmart Nordic að kraftmiklu og duglegu starfsfólki í framleiðsluhúsið sitt.
25.02.2025 Lesa meira
  • Húnaþing vestra

    Húnaþing vestra

  • Húnabyggð

    Húnabyggð

  • Skagaströnd

    Skagaströnd

  • Skagafjörður

    Skagafjörður