Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðarverkefnum. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Um síðustu helgi hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra, en verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Tónleikarnir voru haldnir á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir 2025. Framtak kvartettsins frá Skagaströnd er frábært dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf.
Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl munum við kafa ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.
Fundargerð 121. fundar stjórnar SSNV, 18. mars 2025
Fundargerð 120. fundar stjórnar SSNV, 11. mars 2025
Fundargerð 119. fundar stjórnar SSNV, 4. mars 2025
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir að ráða lífeindarfræðing á rannsóknardeild stofnunarinnar frá miðjum maí 2025
Veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki óskar eftir matreiðslumanni (konu) í fullt starf sem fyrst góð laun í boði fyrir rétta manneskju.
Vegna aukinna verkefna leitar Foodsmart Nordic að kraftmiklu og duglegu starfsfólki í framleiðsluhúsið sitt.