Fundargerð 79. fundar stjórnar SSNV, 1. júlí 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Föstudaginn 1. júlí 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar í fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 10:00.

 

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Hrund Pétursdóttir, Vignir Sveinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður, setti fundinn og bauð nýja stjórn velkomna til starfa.

 

Dagskrá

1.         Kjör varaformanns.

2.         Samþykktir og þingsköp SSNV.

3.         Starfsreglur stjórnar SSNV.

4.         Skipulag funda stjórnar SSNV.

5.         Fulltrúi í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

6.         Fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga.

7.         Fulltrúi SSNV í fulltrúaráð Brákar hses.

8.         Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

9.         Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

 

Kjör varaformanns. 

Skv. grein 4.1 í samþykktum samtakanna skiptir stjórn með sér verkum. Stjórn kýs Hrund Pétursdóttur sem varaformann SSNV.

 

2. Samþykktir og þingsköp SSNV. 

Framkvæmdastjóri SSNV fer yfir samþykktir og þingsköp SSNV með stjórnarmönnum.

 

3. Starfsreglur stjórnar SSNV.

Lögð fram drög að starfsreglum stjórnar. Stjórn samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Framkvæmdastjóra falið að senda starfsreglurnar til rafrænnar undirritunar stjórnarmanna og birta á heimasíðu samtakanna.

 

4. Skipulag funda stjórnar SSNV. 

Framkvæmdastjóri leggur fram drög að skipulagi funda stjórnar og fasta liði funda. Ákveðið að fastir fundir skuli fara fram fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 9:30.

 

5. Fulltrúi í stjórn Markaðsstofu Norðurlands. 

Skv. samningi um rekstur áfangastaðastofu tilnefnir stjórn SSNV einn stjórnarmann í Markaðsstofu Norðurlands. Stjórn tilnefnir Jóhönnu Ey Harðardóttur.

 

6. Fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga. 

Stjórn tilnefnir Álfhildi Leifsdóttur til áframhaldandi setu í stafrænu ráði sveitarfélaga.

 

7. Fulltrúi SSNV í fulltrúaráði Brákar hses.

Í samræmi við bréf frá formanni stjórnar Brákar hses. Stjórn tilnefnir Friðrik Má Sigurðsson í fulltrúaráð Brákar.

 

8. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 13. júní 2022. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 16. júní 2022. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 30. maí 2022. Fundargerðin.

 

9. Önnur mál. 

a)      Uppsögn framkvæmdastjóra.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, leggur fram uppsögn á starfi sínu sem send var stjórn 30. júní 2022. Stjórn þakkar Unni Valborgu vel unnin störf í þágu samtakanna og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Formanni er falið að óska eftir tilboðum í ráðningarferli nýs framkvæmdastjóra og upplýsa stjórn.

 

b)     Næsti fundur stjórnar.

Vegna sumarleyfa er næsti fundur áætlaður 9. ágúst.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:53.

 

Guðmundur Haukur Jakobsson

Friðrik Már Sigurðsson

Jóhanna Ey Harðardóttir

Hrund Pétursdóttir

Vignir Sveinsson

Unnur Valborg Hilmarsdóttir