Úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Opnað verður fyrir umsóknir í úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2023 mánudaginn 26. september nk. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóvember 2022.

Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt. Frekar leiðbeiningar má nálgast hér.

Starfsmenn SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma þegar nær dregur þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Vinnustofurnar verða auglýstar síðar.