Ný samgöngu- og innviðaáætlun fyrir Norðurlands vestra var kynnt á ársþingi SSNV

Ný samgöngu- og innviðaáætlun var samþykkt á 32. ársþingi SSNV þann 11. apríl.

Í  áætluninni er fjallað um samgöngu- og innviðamál í víðum skilningi. Þó viðfangsefnin séu um margt ólíkt eiga þau það þó sameiginlegt að leika öll stórt hlutverk í því að hafa áhrif á búsetugæði í landshlutanum.

Framkvæmdastjóri SSNV óskaði eftir tilnefningu frá sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra eftir fulltrúum í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV, nefndina skipa 5 manns einn frá hverju sveitarfélagi. Hlutverk nefndarinnar var að yfirfara gildandi samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og uppfæra eftir þörfum.

Magnús Magnússon var skipaður formaður samgöngu- og innviðanefndar SSNV og hann kynnti áætlunina fyrir gestum ársþings SSNV.

Aðrir aðalmenn samgöngu- og innviðanefndar SSNV:

Erla María Lárusdóttir, Skagaströnd

Guðný Axelsdóttir, Skagafjörður

Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnabyggð

Vignir Sverrisson, Skagabyggð

Guðlaugur Skúlason verkefnastjóri SSNV starfaði ásamt Katrínu M. Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra samtakanna með nefndinni við gerð áætlunar.

 

Hér er hægt að lesa samgöngu- og innviðaáætlun fyrir Norðurlandi vestra.