04.04.2022
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndar dæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Lesa meira
02.04.2022
Á dögunum var haldin glæsileg fjárfestahátíð á Siglufirði. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni og var hún lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem 8 fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin. Norðanátt var styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.
Lesa meira
31.03.2022
Umhverfis-, orku-, og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum lögaðila, þ.m.t. sveitarfélaga, um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 7. maí 2022.
Lesa meira
31.03.2022
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum? Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum.
Næsti umsóknarfrestur er 3. maí 2022.
Lesa meira
29.03.2022
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir í Matvælasjóð og er umsóknarfrestur til og með 26. apríl 2022.
Lesa meira
28.03.2022
20 fyrirtæki af Norðurlandi vestra tóku þátt.
Lesa meira
21.03.2022
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl.
Lesa meira
17.03.2022
Ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur skrifað undir reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana.
Lesa meira