Umsóknarfrestur í Hljóðritasjóð

Hljóðritasjóður auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 15. september kl. 15:00.

Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Styrkir úr Hljóðritasjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana sem hljóta regluleg rekstrarframlög né til kynningarverkefna og annarra verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað. Sjóðurinn veitir jafnframt ekki styrki til endurútgáfu, varðveislu, útgáfu safnplata, tónleikaupptaka með áður útgefnu efni, framleiðslu hljóðrita og hönnunar umslaga né til greiðslu ferðakostnaðar, verklauna eða tækjakaupa.

 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís.