28.11.2023
Opnuð hefur verið stafræn nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla. Markmið gáttarinnar er að hún verði alhliða upplýsingaveita fyrir frumkvöðla á Íslandi, leiðarvísir og gagnleg upplýsingamiðlun um nýsköpun og stuðningsumhverfi hennar.
Lesa meira
24.11.2023
Efri-Fitjar, Lækjamót, Prestsbær, Steinnes og Þúfur eru tilnefnd í ár og óskum við þeim innilega til hamingju með tilnefninguna. Ekki amalegt að sjá dreyfinguna hér í landshlutanum.
Lesa meira
23.11.2023
Guðlaugur Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSNV og mun hefja störf í janúar.
Lesa meira
20.11.2023
Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira
09.11.2023
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Lesa meira
02.11.2023
Umsóknirnar fara nú til umfjöllunar hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðsins. Stefnt er að svörum um mánaðarmótin nóvember/desember 2023.
Lesa meira
30.10.2023
Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni landshlutasamtaka á landsbyggðinni og Byggðastofnunar og hefur verið í gangi síðan árið 2004. Hún hefur síðan þá verið framkvæmd á þriggja ára fresti og er ætlunin að halda því áfram til þess að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði hérlendis. Allir íbúar eru því boðnir velkomnir í þessa könnun.
Lesa meira
23.10.2023
SSNV, SSNE og sveitarfélögin á Norðurlandi hafa unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 síðan í upphafi árs 2022. Nú hafa öll sveitarfélög á svæðinu staðfest svæðisáætlunina. Með staðfestingu sveitarfélaganna hefur svæðisáætlunin tekið gildi og hefst nú vinna við að mæta þeim markmiðum sem lögð eru fram í áætluninni.
Lesa meira