22.08.2023
Síðastliðinn sunnudag var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á 6 stöðum á landinu. Fyrir hátíðunum stóðu Beint frá býli, Landshlutasamtökin og Samtök smáframleiðanda matvæla. Á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í Skagafirði.
Lesa meira
16.08.2023
Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum, tekur sambandið jafnframt undir yfirlýsingu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér.
Lesa meira
16.08.2023
Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu.
Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók.
Lesa meira
16.08.2023
Sunnudaginn 20. ágúst næstkomandi verður Beint frá býli dagurinn haldinn hátíðlegur á sex stöðum á landinu í tilefni af 15 ára afmæli Beint frá býli. Á Norðurlandi vestra verður haldið upp á daginn á Stórhóli sem er staðsettur í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hjá Sigrúnu Helgu Indriðadóttur og Þórarni Guðna Sverrissyni
Lesa meira
20.07.2023
Í tilefni að 15 ára afmæli Beint frá býli mun verða blósið til afmælishátíðar um land allt. Við hér á Norðurlandi vestra tökum heldur betur þátt og bjóðum til afmælishátíðarinnar á Stórhóli í Skagafirði, þar sem gestgjafinn er Sigrún Helga Indriðadóttir, bóndi og handverkskona. Metþátttaka er í okkar landshluta af bændum og handverksfólki sem eru öll að gera eftirtektarverða hluti í vöruþórun beint frá býli. Nánar dagskrá og upplýsingar þegar nær dregur. En takið daginn frá og við sjáumst í Skagafirði hjá Sigrúnu Helgu.
Lesa meira
04.07.2023
Það er ánæjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra 2023 eru komin vel á veg. Á undanförnum árum hefur umsækjendum í sjóðinn fjölgað og verkefni eflst.
Lesa meira
27.06.2023
Foodsmart Nordic fékk styrk úthlutun Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, Uppbyggingarsjóðs 2023 að upphæð 3 milljónir og 120 þúsund í vöruþróun og markaðssetningu á Sæbjúgu sem fæðubótar- og bragðefni. Foodsmart Nordic framleiðir hágæða fæðubótaefni úr íslensku sjávarfangi sem áður fyrr fór forgörðum. Félagið sér mikil tækifæri í framleiðslu á hágæða fæðubótarefnum úr íslenskum hráefnum í samstarfi við önnur fyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Stefnt er að því að framleiða 150 tonn af endanlegum afurðum í þessum fyrsta áfanga fyrirtækisins á Blönduósi og verður framleiðslan gæðavottuð til útflutnings.
Lesa meira
26.06.2023
Mikilvægt plagg fyrir framtíðina, en vinnan rétt að byrja.
Lesa meira
08.06.2023
Vegna Reykjavíkurflugvallar:
Stjórn SSNV lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði.
Lesa meira
08.06.2023
Til Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra;
Yfirdýralæknir hefur lagt til við Matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem muni vinna að útfærslu á nýrri aðferðafræði við útrýmingu á riðuveiki.
Lesa meira