Tökum flugið - ráðstefna í Hofi 26. apríl

Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N munu halda ráðstefnu um flugmál á Akureyri þann 26. apríl n.k. Ráðstefnan verður haldin í Hofi kl. 12:30 – 16:00. Fjallað verður m.a. um stöðuna á uppbyggingu Akureyrarflugvallar, reynslu af flugi frá Hollandi og framtíðarhorfur í millilandaflugi á Akureyri. Einnig verða fulltrúar frá Niceair með kynningu á áformum félagsins.
Lesa meira

Hvatningarsjóður Kviku veitir styrki til iðn- og kennaranáms

Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf en skortur er á slíku starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja og skóla. Umsókarfrestur er til og með 30. apríl nk.
Lesa meira

Vel heppnuð uppskeruhátíð Matsjárinnar

Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022.
Lesa meira

Ólöf Lovísa komin til starfa

Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hefur hafið störf sem atvinnuráðgjafi á sviði nýsköpunar. Hún veitir ráðgjöf við gerð styrksumsókna, gerð viðskiptaáætlana, þróun hugmynda og allt það sem viðkemur nýsköpun.
Lesa meira

Framúrskarandi verkefni 2021

Lesa meira

Stuðningur við Textíl Lab á Blönduósi

Lesa meira

Í fréttum er þetta helst - mars 2022

Lesa meira

Matarmarkaður á Hótel Laugarbakka - 7. apríl

Matsjáin stendur fyrir matarmarkaði á Hótel Laugarbakka fimmtudaginn 7. apríl nk. þar sem gestum verður boðið að kynnast matarfrumkvöðlum og vörum þeirra. Á matarmarkaðinum gefst matarfrumkvöðlum verkefnisins tækifæri á að kynna sig og vörur sínar. Markaðurinn er hluti af lokaviðburði verkefnisins.
Lesa meira

HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndar dæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Lesa meira

Vel heppnuð fjárfestahátíð á Siglufirði

Á dögunum var haldin glæsileg fjárfestahátíð á Siglufirði. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni og var hún lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem 8 fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin. Norðanátt var styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.
Lesa meira