Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtaka á Breiðdalsvík

Starfsfólk SSNV sótti Vorfund Byggðastofnunar og landshlutasamtaka í vikunni.

Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Breiðdalsvík og í boði var fjölbreytt og upplýsandi dagskrá með kynningum og vinnustofum.

Meðal dagskrárliða var kynning Sveinbjargar Rutar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra SSNV, og Niall O′Leary á aðferðafræði Target Circular við atvinnuráðgjöf. Um er að ræða aðferð sem byggir á nýlegum rannsóknum á því hvernig fyrirtæki og einstaklingar geta notað vísindalega nálgun við ákvarðanatöku. Erindi Sveinbjargar og Nialls var einstaklega vel tekið og voru um 20 þátttakendur áhugasamir um að sig á námskeið sem SSNV mun halda um aðferðafræðina í september.

Fundargestir voru leiddir um Breiðdalsvík og áhugavert var að sjá fjölbreytni fyrirtækja  sem þar eru starfandi í ekki fjölmennara plássi. Farið var í heimsókn í ferðaþjónustufyrirtækið Tinna Adventures og Beljandi brugghús. Þá var Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands skoðað sem og gamla kaupfélagið þar sem er safn til minningar um Dr. Stefán Einarsson málfræðing og vinnuaðstaða starfsfólks NÍ.

Ferðin var vel heppnuð og gagnleg þar sem tengsl starfsfólks Byggðastofnunar og landsahlutasamtaka alls staðar af landinu eru efld.

Á ársfundi Byggðastofnunar var kynnt ný stjórn stofnunarinnar. Formaður stjórnar er nú Halldór Gunnar Ólafsson á Skagaströnd. Óskar SSNV honum innilega til hamingju.