Ríkisstjórnin vinnur að nýrri atvinnustefnu sem er ætlað að stuðla að aukinni framleiðni og leggja grunn að næsta hagvaxtarskeiði Íslands. Ýmis tækifæri eru til staðar til að auka fjárfestingu í atvinnuþróun og hefja kraftmiklar framkvæmdir sem bæta munu lífskjör í landinu.
Í tengslum við ofangreind áform óskar forsætisráðuneytið eftir að ráða verkefnastjóra stórra atvinnuþróunarverkefna í tímabundið starf til loka árs 2027.
Starfið felst í að leiða þátttöku stjórnvalda í átaki með atvinnulífinu sem snýr að því að ýta undir vöxt útflutningsgreina með háa framleiðni, samræma og móta aðkomu stjórnvalda að fjárfestingarverkefnum í atvinnulífinu (t.d. í tengslum við uppbyggingu opinberra innviða) og samskipti við hagaðila.
Leitað er að drífandi og jákvæðum einstaklingi með víðtæka þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu.
Fulltrúi ríkisins gagnvart aðilum sem hafa hug á stærri atvinnuþróunarverkefnum á Íslandi og samhæfing á hugsanlegri aðkomu stjórnvalda að þeim
Náið samstarf við hagaðila á borð við ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, orkufyrirtæki, Íslandsstofu, samtök í atvinnulífinu og verkalýðsfélög
Greining á stærri atvinnuþróunartækifærum og mat á leiðum fyrir stjórnvöld til að styðja við framgang þeirra
Önnur tilfallandi verkefni
Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi
Víðtæk þekking og reynsla úr atvinnulífinu
Reynsla af fjárfestingarverkefnum og samskiptum við fjárfesta og aðra haghafa
Afburðafærni og lipurð í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Mjög góð enskukunnátta
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Starfið er auglýst án staðsetningar.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir berist á netfangið for@for.is.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2025
Benedikt Árnason, benedikt.arnason@for.is
Starfið er auglýst: Verkefnastjóri stórfjárfestinga á sviði atvinnuþróunar | Ísland.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550