Vel heppnuð Nýsköpunarvika

Nýsköpunarvikan fór fram dagana 26. maí til 2. júní, þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en í fyrsta sinn sem SSNV tekur þátt. Í samstarfi við SSNE var sett á laggirnar þrjá viðburði til að varpa ljósi á það frjóa nýsköpunarstarf sem er í gangi á Norðurlandi ásamt því að vekja athygli á þeim stuðningi sem er í boði. Frumkvöðlar komu í heimsókn og sögðu frá nýsköpunarverkefnum í daglegu hádegisstreymi. Farið var í rafrænt ferðalag um Norðurland þar sem kynnt voru frumkvöðlasetur og Hugmyndaþorpið óx af frábærum lausnum um hvernig hægt sé að fullvinna afurðir.

Allir viðburðirnir fóru fram í streymi og eru þeir aðgengilegir á heimasíðu samtakanna.