Útibúið formlega opnað

Útibúið var formlega opnað með opnu húsi fimmtudaginn 3. júní. Fjölmargir litu við og þökkum við gestum okkar kærlega fyrir komuna. Það er sérstaklega ánægjulegt að finna hversu mikill áhugi er á verkefninu, innan landshlutans sem utan hans. Er mikil samstaða um mikilvægi starfsemi sem þessarar um land allt svo hægt verði að taka við störfum án staðsetningar, bjóða upp á aðstöðu fyrir þá sem vilja flytja störf sín með sér út á land og alla þá sem þurfa á vinnuaðstöðu að halda. Þrátt fyrir að Útibúið hafi aðeins verið opið í nokkra daga er þegar kominn einn leigjandi en Ferðamálastofa hefur leigt rými fyrir starfsmann sem hefja mun störf innan tíðar. Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra fyrir árin 2020 og 2021. Stefnt er að því að opna fleiri skrifstofusetur í landshlutanum á næstunni.

 

Nánari upplýsingar um Útibúið.