Úthlutun Orkusjóðs fyrir árið 2022

Orkusjóður hefur tilkynnt útlutun sína árið 2022 og nemur hún rúmlega 870 milljónum króna  til alls 137 verkefna, en umsóknarferlið fór fram nú á vordögum. Auglýst áhersluatriði í úthlutun þessa árs voru; bætt orkunýting, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metan, hleðslustöðvar fyrir samgöngur og orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Að þessu sinni hlutu fjórtán aðilar á Norðurlandi vestra styrki að upphæð samtals liðlega fimmtíu milljónum króna og eru verkefni þeirra tengd bættri orkunýtingu, minnkun olíunotkunar og uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir samgöngur. 

Sjá nánar hér