Undirbúningur Skógarplantna ehf. að uppsetningu á nýstárlegri gróðurstöð er í fullum gangi

Skúli Húnn Hilmarsson, Björn Líndal Traustason og Hafberg Þórisson
Skúli Húnn Hilmarsson, Björn Líndal Traustason og Hafberg Þórisson
Fulltrúar frá Skógarplöntum ehf. ásamt Magnúsi Barðdal verkefnastjóra frá SSNV vinna nú að uppsetningu á nýstárlegri gróðurstöð til framleiðslu á skógarplöntum í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Í tengslum við það fór hópurinn í ferð til Svíþjóðar og Hollands á dögunum til að kynna sér aðrar sambærilegar gróðurstöðvar og skoða búnað frá framleiðendum. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í um tvö ár og standa vonir til að framkvæmdir hefjist á árinu.
 
Leitast verður við að hafa gróðurstöðina með fullkomnustu tækjum sem völ er á sem tryggir hámarksnýtingu á gróðurhúsum og jöfn gæði í allri framleiðslunni.
 
Björn Líndal Traustason er framkvæmdastjóri Skógarplantna ehf. og er fulltrúi Kaupfélags vestur Húnvetninga sem er einn af stærstu hluthöfum í félaginu ásamt Hafbergi Þórissyni eiganda Lambhaga gróðurstöðvar. Jafnframt er Skúli Húnn Hilmarsson og Magnús Barðdal í verkefnahóp um uppbyggingu á gróðurstöðinni.