Verkefnið Target Circular var kynnt á árlegum vorfundi Byggðastofnunar og landshlutasamtaka þann 7. maí síðastliðinn. Áhersla var lögð á það mikilvæga starf sem verkefnið vinnur að við að styðja atvinnuráðgjafa í að nota gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni með frumkvöðlum.
Dr. Niall O'Leary, verkefnastjóri Target Circular, hélt erindi frá Írlandi þar sem hann fór yfir helstu árangur og lærdóm verkefnisins. Sérstaklega fjallaði hann um þrjár tilraunir sem hafa sýnt fram á nýjar og árangursríkar aðferðir sem atvinnuráðgjafar geta nýtt í starfi sínu, aðferðir sem hafa reynst betri en þær sem almennt eru notaðar í dag.
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, sagði frá reynslu sinni við að innleiða þessar aðferðir hjá samtökunum haustið 2024 og árangrinum sem náðist þar. Target Circular bauð atvinnuráðgjöfunum sem voru á fundinum að taka þátt í heilsdags vinnustofu í haust til að kynna sér aðferðirnar nánar, en um 20 af þeim 50 sem sóttu viðburðinn sýndu áhuga á að taka þátt í henni.
Ef þú ert atvinnuráðgjafi og hefur áhuga á að taka þátt, skráðu þig hér, og við munum hafa samband með frekari upplýsingar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550