Tækniþróunarsjóður - umsóknarfrestur 15. september

Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Tækniþróunarsjóður býður upp á fimm flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur, Sprettur og Markaðsstyrkur. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna. Einnig eru í boði styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna innan háskóla og rannsóknastofnanna og gjarnan í samstarfi við fyrirtæki og einkaleyfastyrkir.

Umsóknarfrestir í Vöxt, Sprett, Markað og Sprota er 15. september nk. 

Frekari upplýsingar má finna á vef Rannís