SUB-hjólaverkefnið fundaði á Írlandi

Í síðustu viku fundaði verkefnisstjórn SUB-Norðurslóðaverkefnisins um hjólaferðaþjónustu á norðlægum slóðum. Að þessu sinni varfundarstaðurin Donegal á norðvestanverðu Írlandi, en Írar búa yfir allmikilli reynslu á þessu sviði og eru að aðlaga sig að aukinni eftirspurn með ýmsum aðgerðum t.d. landsátaki í gerð hjólastíga milli áfangastaða. Davíð Jóhannsson er tengiliður SSNV í verkefninu en með honum í för að þessu sinni er Rögnvaldur Már Helgason frá Markaðsstofu Norðurlands, en MN er aukaaðili (associated partner) að verkefninu. 

SUB-verkefnið er u.þ.b. að detta inn á þriðja og síðasta ár verkefnatímans, en því lýkur 31. Maí 2026.  Ýmislegt er og hefur verið á gangi síðustu vikur og mánuði og ber þar helst að nefna fræðsluferðir tila annara verkefna svæða, en í vetur sótti einn ferðaþjónustuaðili Austur_Lappland heim og kynnti sér vetrarhjólaferðamennsku. Um miðjan júní halda svo þrír aðilar til Jämtland Härjedalen í Svíþjóð og kynna sér uppbyggingu heimamanna í fjallahjólaferðamennsku.  

Nýlega rann svo út skilafrestur umsókna fyrir styrki til ferðaþjónustufyrirtækja, sem eru að taka fyrstu eða næstu skref í þjónustu við hjólaferðafólk og verður farið yfir þær nú í Maímánuði.  

Innan skamms kynnum við  svo áhugaverðar netvinnustofur 17. og 18 Maí n.k. sem við hvetjum ykkur til að gefa gaum !!