Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafa ákveðið að ráðstafa 80 milljónir króna úr Loftslags- og orkusjóði til fjárfestinga í búnaði sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði. Markmiðið er að styðja bændur í nýsköpun og bætta búrekstur með markvissari áburðardreifingu.
Styrkir verða veittir til tækja sem bæta nýtingu áburðar, t.d.:
GPS-tækni til nákvæmari dreifingar
Búnaður til niðurfellingar/ -lagningar á áburði
Önnur tæki sem bæta nýtingu áburðs og geta dregið úr áburðarnotkun í landbúnaði
Hámarksstyrkur er 40% af kostnaði og að hámarki 10 milljónir króna á hvern umsækjanda. Einnig er hægt að sækja um fyrir sameiginleg tækjakaup, t.d. í gegnum búnaðarfélög.
Umsóknir þurfa að fylgja sundurliðaðri verk- og kostnaðaráætlun og staðfesting á kaupum er skilyrði fyrir greiðslu. Umsóknarfrestur er til 22. desember 2025 og sótt er um á vef Loftslags- og orkusjóðs.
Nánar inn á stjórnarráðinu.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550