Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs í sóknarhug

Það er ánæjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra 2023 eru komin vel á veg. Á undanförnum árum hefur umsækjendum í sjóðinn fjölgað og verkefni eflst. Alls bárust 98 umsóknir um styrki að upphæð 180 milljónir króna en til úthlutunar voru um 81 milljón. Niðurstaða fagráðs menningar og nýsköpunar var að veita 77 styrktarumsóknum brautargengi. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar hlutu 31 umsókn styrk að upphæð 40 milljón króna og á sviði menningar hlutu 46 umsóknir  styrk að upphæð 41 milljón króna. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun landshlutans. 

Kynntu þér upplýsingar um verkefnin hér