Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Á fundinum ræddi stjórnin m.a. um mikilvægi öflugs raforkuöryggis, samgöngumála og nauðsyn þess að tryggja sanngjarna og stöðuga fjárfestingu í uppbyggingu innviða í landshlutanum. Einnig var farið yfir þróun í mannfjölda- og atvinnumálum og hvernig samræmdar aðgerðir í gegnum sóknaráætlun og samstarf ríkis og sveitarfélaga geta skipt sköpum fyrir framtíð svæðisins.
Stjórn SSNV þakkar ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins kærlega fyrir góðar móttökur og málefnalegt samtal. Samtökin munu nú halda áfram vinnu við næstu skref og útfærslur aðgerða sem styrkt geta stöðu landshlutans til framtíðar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550