Starf ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun á Norðurlandi vestra

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofuna á Norðurlandi-vestra. Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi.  Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs.

Starfstöð ráðgjafa yrði á Hvammstanga, Skagaströnd eða Sauðárkróki.

 

Helstu verkefni

  • Ráðgjöf og vinnumiðlun
  • Framlínuráðgjöf
  • Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu
  • Skráningar og upplýsingamiðlun
  • Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum
  • Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða önnur menntun á félags- eða heilbrigðissviði
  • Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun er æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
  • Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2021

Nánari upplýsingar veita: Guðrún Sigríður Gísladóttir - gudrun.gisladottir@vmst.is - 5154800 og Vilmar Pétursson - vilmar.petursson@vmst.is - 5154800

Smelltu hér til að sækja um starfið