Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá niðurstöður könnunar Umhverfis- og innviðateymis Sambandsins frá því í desember, en markmið könnunarinnar var að kanna stöðu úrgangsmála hjá sveitarfélögum.
Könnunin innihélt 29 spurningar og bárust svör frá 35 sveitarfélögum. Helstu niðurstöður könnunarinnar má finna í ítarlegri samantekt á niðurstöðunum.
Gera má ráð fyrir að einhver samsvörun sé á milli helstu niðurstaðna og aðstæðna sveitarfélaga sem ekki svöruðu könnuninni.
Helstu atriði sem spurt var um tengdust stjórnsýslu úrgangsmála, söfnun úrgangs, Borgað þegar hent er og helstu áskorunum sveitarfélaga þegar kemur að úrgangsmálum.
Niðurstöður könnunarinnar eru þegar farnar að nýtast umhverfis- og innviðateymi Sambandsins við að bæta þjónustu sína við sveitarfélögin og sinna markvissari hagsmunagæslu í úrgangsmálum gagnvart löggjafavaldinu.
Hvetjum við öll þau sem sinna umhverfismálum, hvort sem það er innan sveitarfélaganna eða á vegum annrra aðila, til að kynna sér niðurstöður könnunarinnar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550