SSNV með innlegg á viðburði ráðuneyta á nýsköpunarvikunni

Magnús Jónsson flytur erindi sitt um nýtingu glatvarma.
Magnús Jónsson flytur erindi sitt um nýtingu glatvarma.

Á nýafstaðinni nýsköpunarviku fluttu Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, og Magnús Jónsson, verkefnisstjóri fjárfestinga, erindi á sameiginlegum viðburði nokkurra ráðuneyta. Til umfjöllunar voru styrkir ráðneytanna til nýsköpunar og kynnt dæmi um verkefni sem hlotið hafa styrki. Yfirskrift viðburðarins var Nýskapandi ráðuneyti.  Magnús fjallaði um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra sem lýtur að nýtingu glatvarma frá gagnaveri Etix á Blönduósi. Það verkefni hlaut styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrr á árinu. Unnur fjallaði um sóknaráætlanir landshluta og hvernig þær, sem í eðli sínu eru nýsköpun í ráðstöfun fjármuna til byggðastuðnings, styðja við nýsköpun og framfarir í landshlutunum.

 

Erindin sem flutt voru á viðburðinum eru aðgengileg hér.