SSNV í tveimur brúarverkefnum Norðurslóðaáætlunar (NPA)

Nú undir árslok 2021 var tilkynnt hvaða 22 verkefni hefðu fengið brautargengi sem svokölluð brúarverkefni  úr atvinnu- og byggðþróunarsjóði Norðurslóðaráætlunar (NPA). Slikum verkefnum  er ætlað að byggja brú á milli áherslna 2014-2020 áætlunarinnar og 2021-2027 áætlunarinnar með áherslum beggja. Á verkefnatímanum, sem eru sex mánuðir, er unnið að þróun verkefnishugmyndar með mögulegum samstarfsaðilum og umsókn til sjóðsins um aðalverkefni undirbúin.

SSNV er þátttakandi í tveimur af þessum brúarverkefnum, en alls eru sjö verkefnanna með íslenskri þátttöku . Annað verkefnið, sem hér um ræðir, varðar sjálfbæra hjólaferðamennsku í norðlægum og dreifðum byggðum (Sustainable Arctic and Peripheral Biking Tourism) þar sem aðrir þátttakendur koma frá Finnlandi, Skotlandi, Færeyjum og Norður-Írlandi. Hitt verkefnið snýst um grænt viðskiptamódel þar sem unnið er með lítlum og meðalstórum fyirtækjum í að nýta sér myrkur sem auðlind í vetrarferðamennsku.(Sustainable green energy technology soloutions for tourism growth) og koma aðrir þáttttakendur frá Írlandi, Norður-Írlandi og Finnlandi.

Auk þessara beggja verkefna er SSNV ásamt Íslenska ferðaklasanum að leggja upp í evrópskt samstarfsverkefni sjö landa þar sem áherslan er á seiglu og samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu og eflingu hæfni þegar kemur að nýsköpun ásamt því að hvetja til hraðari stafrænni umbreytinga.

Þetta er ánægjuleg þróun og sannarlega í takt við gildandi sóknaráætlun landshlutans, þar sem kveðið er á um þátttöku í allt að 10 alþjóðlegum samstarfsverkefnum á gildistímanum, en fleiri aðilar leggja þar vissulega líka  sitt af mörkum eins og skólarnir á svæðinu, Textílmiðstöðin ofl..