Sérfræðingur í þjónustuver - Fæðingarorlofssjóður á Hvammstanga

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing til að sinna upplýsingagjöf, afgreiðslu umsókna og öðrum tilfallandi skrifstofustörfum hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga. Hlutverk skrifstofunnar er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur í fæðingarorlofi, sorgarleyfi og ættleiðingarstyrki.

Leitað er að einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta ¿ Virðing ¿ Áreiðanleiki. Einnig þarf viðkomandi einstaklingur að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Upplýsingagjöf til umsækjenda s.s. símsvörun, netspjall og tölvupóstur

Umsjón með innskráningu umsókna
Umsjón með inn- og útskráningu á persónuafslætti
Aðstoð við skjalastjórnun

Aðstoð við afgreiðslu umsókna og eftirlit
Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur

 

Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun æskileg

Reynsla af skrifstofustörfum kostur
Góð almenn tölvukunnátta
Góð íslensku- og enskukunnátta
Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 10.10.2022.

Sækja skal um starfið í gegnum Alfreð - https://alfred.is/starf/serfraedingur-i-thjonustuver

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.10.2022

Nánari upplýsingar veitir

Þórdís Helga Benediktsdóttir - thordis.h.benediktsdottir@vmst.is - 5154800
Hallveig Gróa Ragnarsdóttir - hallveig.g.ragnarsdottir@vmst.is - 5154800

Smelltu hér til að sækja um starfið