Ráðstefna um framtíðarsýn og áherslur í barnamenningu

Framlínufólki í menningarstarfi barna er boðin þátttaka í stefnumóti og samtali fagaðila um framtíðarsýn og áherslur í barnamenningu þann 13. nóvember 2025 frá kl. 9-22.

Ráðstefnan fer fram í Golfskálanum Leyni á Akranesi og lýkur með skoðunarferð um Akranes og kvöldverði. Sætaferðir úr Reykjavík. 

Nánari upplýsingar um dagskrá og ráðstefnugjald munu birtast fljótlega á heimasíðu List fyrir alla, listfyriralla.is 

Áhugasöm geta einnig skráð sig á info@listfyriralla.is og munu fá sendar allar upplýsingar um leið og þær berast.