Óskað er eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna 2025

Á vef Sambandsins kemur fram að opnað hafi verið fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði, s.s. umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapar eða eykur virði í starfsemi hins opinbera.

Um er að ræða fjóra flokka:

  • Einstakling í opinberri starfsemi 
  • Ráðuneyti / Ríkisstofnun 
  • Sveitarfélag / Stofnun sveitarfélags 
  • Opinbert hlutafélag

Opið er fyrir tilnefningar til og með 6. maí. 

Hér er eyðublaðið og hvetjum við sem flesta til að horfa í kringum sig og senda inn tilnefningu fyrir það sem vel hefur verið gert í samfélaginu.