Opnir íbúafundir með innviðaráðherra

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.

Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka fundi hér að neðan. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis og boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað.

Dagskrá

Dagskrá samráðsfunda og skráningarhlekkir.

Dags.   Staðsetning (salur)    Skráning   Fundartími
12. ágúst   Akureyri (Múlaberg)    Skráning   16:45-18:15
13. ágúst   Borgarnes (Hjálmaklettur)    Skráning   16:30-18:00
18. ágúst   Reykjanesbær (Radisson Park Inn)    Skráning   16:30-18:00
19. ágúst   Ísafjörður (Edinborgarhúsið)    Skráning   16:30-18:00
20. ágúst   Selfoss (Hótel Selfoss)    Skráning   16:30-18:00
25. ágúst   Blönduós (Krúttið)    Skráning   16:30-18:00
26. ágúst   Egilsstaðir (Hótel Hérað)    Skráning   16:30-18:00
28. ágúst   Innviðaþing (Hilton Nordica)    Skráning   allan daginn

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Innviðaráðuneytisins.