Open Rivers Programme býður styrki til að fjarlægja úreltar hindranir í ám

Open Rivers Programme, alþjóðlegur styrktarsjóður sem starfar frá Hollandi, hvetur opinbera aðila á Íslandi til að sækja um styrki til verkefna sem miða að því að fjarlægja úreltar, manngerðar hindranir úr ám. Talið er að yfir milljón slíkra hindrana séu í ám Evrópu og um 150.000 þeirra þjóni ekki lengur neinum tilgangi.

Markmið sjóðsins er að bæta rennsli, efla líffræðilega fjölbreytni og styrkja vistkerfi gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Fjarlæging gamalla stíflna getur jafnframt dregið úr viðhaldskostnaði og aukið öryggi.

Frá árinu 2021 hefur Open Rivers Programme stutt 176 endurheimtarverkefni í 32 Evrópulöndum í samstarfi við opinbera aðila og félagasamtök. Fyrir íslenska opinbera aðila býðst meðal annars styrkur upp á allt að 50% af kostnaði við undirbúning eða framkvæmd niðurrifs verkefna.

Frekari upplýsingar eru inn á: www.openrivers.eu

Einnig hægt að hafa samband ef frekari upplýsingar: applications@openrivers.eu