Norðanáttin á Tonik nýsköpunarhátíð í Færeyjum

Guðlaugur Skúlason verkefnastjóri SSNV á Tonik.
Guðlaugur Skúlason verkefnastjóri SSNV á Tonik.

Norðanáttar teymið okkar hélt til Færeyja á dögunum að sækja nýsköpunarhátíðina Tonik, sem var nú haldin í Þórshöfn í annað sinn. Guðlaugur Skúlason fór fyrir hönd SSNV. Á hátíðinni voru um 700 gestir og voru viðburðir hátíðarinnar teyminu bæði gagnlegir og fræðandi. Pallborðsumræður. innblásturserindi, vinnustofur og fjárfestakynningar. Það er greinilega mikil hreyfing og gróska í nýsköpunarsenunni í Færeyjum. 

Í slíkum heimsóknum og þessum er tengslamyndun mikilvæg, teymið náði tengingu við kollega sína úr nýsköpunarsenunni á Norðurlöndum og Evrópu, en einnig var gott að fá innsýn á viðburðahald líkt og á viðburðum sem Norðanáttin stendur fyrir. 

Tvö frumkvöðlateymi sem tóku þátt í Fjárfestahátíð Norðanáttar í mars sl. tóku þátt í pitch keppni og lenti Surova í úrslitum. SSNV og Norðanáttar teymið óskar þeim innilega til hamingju. 

Það er spennandi að horfa til framtíðar á áframhaldandi samstarf Norðanáttar teymis við Hugskotið sem heldur utan um Tonik.