"Haf tækifæra" - NORA ráðstefna um ferðaþjónustu tengda hafinu, haldin í Þórshöfn 21.–22. október

Nora og Visit Faroe Island boða til ráðstefnunnar „An Ocean of Opportunities“ eða "Haf tækifæra", sem fjallar um ferðamennsku tengda hafinu. Atlantshafið umlykur okkur og er innblásturinn af þessari ráðstefnu sem mun fjalla um þá möguleika sem eru í haf- og strandferðamennsku. Ráðstefnan fer fram í Þórshöfn í Færeyjum dagana 21-22 október 2025.

Nýsköpun í haf- og strandferðamennsku er lykill að sjálfbærum vexti í Norður-Atlantshafi. Þrátt fyrir lykilhlutverk hafsins - landfræðilega, efnahagslega og menningarlega - er framboð ferðaþjónustu tengt því enn takmarkað og oft miðast það við veiðiferðir og hefðbundnar skoðunarferðir.

Spurningin er því: hvernig getum við þróað nýstárlegri og endurnýjandi haf- og strandupplifanir á svæðinu? Hvernig tryggjum við að þær skapi langtímavirði fyrir heimamenn? Þetta er partur af þeim umræðuefnum sem norrænir og alþjóðlegir sérfræðingar munu ræða á ráðstefnunni "Haf tækifæra". 

Nánar um ráðstefnuna og skráning