Við minnum á þessa spennandi dagskrá sem fram fer í Hofi á Akureyri 14. maí!
Ráðstefnan Menningarauðlind ferðaþjónustunnar sameinar skapandi hugsun og stefnumótandi umræðu í Hofi 14. maí, þar sem við rýnum framtíð menningar, ferðaþjónustu og stefnumótun. Ekki eru lengur laus sæti í sal en svo sannarlega hægt að skrá sig í streymi --> Smelltu HÉR til að skrá þig.
Við hvetjum við öll sem hafa áhuga á eflingu atvinnugreina innan ferðaþjónustu og menningar til skráningar.
Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Rannsóknasetur skapandi greina stendur að ráðstefnunni í samstarfi við fjölda aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni. Ráðstefnustjóri er Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
Dagskrá
09:00 Ávarp - fulltrúi menningarmálaráðherra
09:10 Menningarferðaþjónusta í ferðamálastefnu
09:20 Dæmisögur af menningarferðaþjónustu:
10:30 Kaffihlé
10:45 Áfangastaðir - sögur, söfn og frumkvöðlastarf
Rannsóknir og þróunarverkefni:
11:45 Stuttar umræður
12:00 Eurovision & Óskarsævintýrið á Húsavík - Myndband eftir Örlyg Hnefil Örlygsson, framleiðanda
12:10 Hádegisverður
13:00 Hópavinna
14:30 Kaffihlé
14:50 Kynningar á hópastarfi og umræður
15:50 Lokaorð - fulltrúi atvinnuvegaráðherra
16:00 Ráðstefnu slitið
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig koma að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.
Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða samspil og hlutverk menningar í ferðaþjónustu. Enn fremur er ráðstefnunni ætlað að skoða hvernig efla má gagnasöfn og rannsóknavirkni sem stuðlað getur að þróun og framförum á sviði menningarferðaþjónustu.
Á ráðstefnunni gefst gestum kostur á að heyra margvíslegar dæmisögur um vel heppnaða menningarferðaþjónustu og fræðileg erindi um rannsóknir á þessu sviði. Allir þátttakendur geta tekið þátt í hópavinnu um fjögur þemu sem verður nýtt í að þróa rannsóknastefnu RSG á sviði menningarferðaþjónustu. Þemun eru: Samstarf og klasahugsun, Markaðs- og kynningarmál, Vöruþróun og fjárfestingar, Gagnasöfn og rannsóknaáætlun.
Viðburðinum verður streymt en gert verður hlé á streyminu meðan á hópavinnu stendur.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550