Lögfræðingur - starf án staðsetningar

Ert þú öflugur lögfræðingur með brennandi áhuga á stefnumótun í mennta- og barnamálum? 

Mennta- og barnamálaráðuneyti auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar.  

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Helstu verkefni eru að undirbúa lagafrumvörp, þingsályktunartillögur, stjórnvaldsfyrirmæli, stefnur, aðgerðaáætlanir o.fl. á málefnasviði ráðuneytisins. Í samvinnu við aðra starfsmenn ráðuneytisins mun lögfræðingurinn jafnframt taka þátt í fjölbreyttum verkefnum innan ráðuneytisins, þar á meðal ritun svara við fyrirspurnum og úrlausna vegna stjórnsýslukæra ásamt fjölbreyttu hópa- og nefndarstarfi.

 

Hæfniskröfur

 

Gerð er krafa um embættis- eða meistarapróf í lögfræði. 

Við mat á umsóknum verður litið til þess hvort umsækjandi sé lausnamiðaður, jákvæður og skipulagður með góða greiningarhæfni og frumkvæði. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður. 

Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til þess hvort umsækjendur hafi: 

  • Þekkingu á reglum sem gilda um starfsemi stjórnvalda.
  • Þekkingu og/eða reynslu af störfum í Stjórnarráði Íslands eða sambærilegum störfum.
  • Þekkingu og/eða reynslu af fræðslumálum, málefnum barna og/eða íþróttamálum.
  • Færni til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
  • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Til greina kemur að ráða fleiri en einn lögfræðing og að starfið verði skilgreint sem starf án staðsetningar í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun til 2024.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019. 

Við ráðningar í störf hjá mennta- og barnamálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins.

Í mennta- og barnamálaráðuneyti starfa um 60 starfsmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á samvinnu og góðan starfsanda í samræmi við mannauðs- og viðverustefnu Stjórnarráðsins.

Nýtt skipurit mennta- og barnamálaráðuneytis tók gildi 2. júní sl. Fjórar skrifstofur eru í ráðuneytinu, þar á meðal skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar sem vinnur að stefnumótun og undirbýr stefnumál og áherslur ráðherra svo sem þær sem birtast í sértækum stefnum, lögum, fjármálaáætlunum og fjárlögum. Skrifstofan hefur umsjón með endurskoðun og gerð nýrra laga og reglugerða sem og innleiðingu þeirra sem og annarra verkefna á málefnasviðum ráðuneytisins samráði við aðrar skrifstofur og undirstofnanir ráðuneytisins. Skrifstofan ber ábyrgð á þróun og útgáfu aðalnámskrár og hefur með höndum mótun stefnu um framkvæmd námsmats. Starfsfólk skrifstofunnar tekur þátt í ritun svara við fyrirspurnum, úrlausna vegna stjórnsýslukæra, nefndarstarfi og vinnuhópum og öðrum verkefnum í samvinnu við aðrar skrifstofur ráðuneytisins.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.09.2022

Nánari upplýsingar veitir

Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri - svava.thorsteinsdottir@mrn.is

Smelltu hér til að sækja um starfið