Leiklistarfólk og annað áhugafólk um leiklist á Norðurlandi vestra er hvatt til að kynna sér fjölbreytta dagskrá elstu leiklistarhátíðar á Íslandi, Act Alone, sem verður haldin í einleikjaþorpinu Suðureyri í Súgandafirði dagana 6.-9. ágúst. Þar verður fjölbreytt dagskrá með um 30 einstökum viðburðum og frítt inn á þá alla.
Helga Guðrún Jónasdóttir er meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og mun segja frá verkefni sínu Er menning máttur? (vinnutitill).
Börg Steinunn Gunnarsdóttir er meistaranemi í leikhús- og performansfræðum við Háskólann í Kaupmannahöfn og segir frá verkefni sínu Óbærilegur léttleiki leikhússins: Uppgangur alþýðuleiklistar á Íslandi.
Í kjölfar kynninganna fara fram pallborðsumræður þar sem fjallað verður um samfélagshátíðir, mikilvægi þeirra og áhrif á samfélagið. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, formaður RSG, stýrir málþinginu.
Nálgast má ítarlegri dagskrá á vefsíðu RSG og á Facebook-viðburði málþingsins þaðan sem því verður streymt. Óþarfi er að skrá sig á viðburðinn.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550